149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:01]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Ólafur Ísleifsson) (Flf) (andsvar):

Herra forseti. Ef og hefði, það eru alltaf svolítið vandasamar spurningar. Staðreyndin er alla vega sú að það er ekki um að ræða að það sé eins og að klífa þrítugan hamarinn að gera þær breytingar sem þarf til þess að það sé óyggjandi, að sú ákvörðun sem liggur fyrir í fjármálaáætlun sé virt og fái staðist. Þess vegna var ég mjög ánægður þegar ég beindi andsvari til hv. þingmanns í morgun eftir hans ágætu framsöguræðu fyrir meirihlutaálitinu, að hann skyldi svara því til að hann væri sammála mér um að gera bæri þær breytingar sem nauðsynlegar væru til að þessu markmiði væri sannarlega náð.