149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:54]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt að við viljum hafa og höfum stefnur í ráðuneytum. Ég held að það sé alveg ljóst. En það er líka alveg ljóst, og það veit hv. þingmaður, að ekki fá allir áheyrn í ráðuneytum um alla skapaða hluti. Svo er það líka þannig, eins og ég nefndi í upphafi ræðu minnar, varðandi það að við tökum ákvarðanir í fjárlaganefnd, að það megi ekki taka af okkur allt fjárveitingavald, að við getum ekki vísað öllu á ráðherrana. Þá hefðum við lítið annað að gera, rétt að nefna það úr því að talið berst að ráðherraræði.

OECD-upplýsingarnar? Það er búið að tala um það í fjöldamörg ár. Það er ekkert nýtt undir sólinni. Því miður hefur ekki verið sett vinna í það. En það hefur verið talað um að við viljum ná þeim viðmiðum sem þar eru. Það er ólíkt undir og við höfum alveg vitað það þrátt fyrir að þetta sé vissulega rétt, að það er sett fram að við viljum ná viðmiðum OECD. Það er ekki nýtt að það þurfi að skoða forsendur á bak við hlutina þar eins og gefur að skilja. Ólík lönd eru undir.