149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[19:05]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanninum andsvarið. Ég tek alveg undir að það er dýrara að reka iðn- og starfsnám og við eflum það. Ég vil samt segja varðandi framhaldsskólana að það er ekki lækkun, það er nánast óbreytt á milli ára. Það er ekki mikil aukning en hún er þó örlítil.

Það er alveg rétt, og ég hef sagt það líka, að við þurfum að vera mjög vel vakandi í þeim málaflokki. Ég tek alveg til mín að fylgjast með því að þetta verkefni fari ekki illa.

Styttingarpeningarnir eru vissulega inni. En við þurfum að gera betur, ég tek undir það með hv. þingmanni, ég hefði viljað gera betur. Ég vil samt sem áður segja, því að hér sagði hv. þingmaður að það væri verið að skera niður, að ekki er verið að skera niður á milli ára. Það er ekki verið að skera niður.