149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[20:15]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að fóta mig í svari í þessari seinni umferð. Ég tók eftir þessum orðum, hv. þingmaður, um ábyrgðarleysi í tillögugerð og eins og ég sagði í ræðunni fannst mér þar vel að orði komist. Ég tók líka fram að ég ætla engum að vinna ekki af heilum hug í þessum sal, það er bara ekki í minni hugsun.

Við erum að ræða þetta form og lögin og hvernig okkur beri að samþykkja fjárheimildir: Við höfum verið með þetta viðkvæma mál, aukið fjármagn til málefna öryrkja, sem við getum alveg notað sem sýnidæmi um það sem hv. þingmaður er að nefna, að við séum ekki með kostnaðargreindar aðgerðir undir. Við hefðum mögulega átt að gera tillögu um að fella þetta algjörlega út úr fjárlagafrumvarpinu ef við færum eftir þröngri túlkun þess þannig að stundum verðum við að vega og meta (Forseti hringir.) hvað er mögulegt og hvað skynsamlegt.