149. löggjafarþing — 33. fundur,  19. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[15:03]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Nú verður 2. umr. fjárlaga fram haldið. Hæstv. félags- og jafnréttismálaráðherra mun taka fyrstur til máls og verður réttur til andsvara rýmkaður við ræðu hans þannig að tryggt verði að fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka sem þess óska komi að andsvörum. Hefur þá hver tvær mínútur í fyrra sinn en eina mínútu í síðara sinn. Eftir það gildir venjulegur andsvararéttur í umræðunni.