149. löggjafarþing — 33. fundur,  19. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[15:24]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta svar. Hann talar um að verið sé að vinna að bótum í þeim málum. Íbúðalánasjóður hefur einmitt bent á að vaxtabætur nái vart því hlutverki að stuðla að húsnæðis- og öryggismálum landsmanna miðað við núverandi aðstæður. Það er ansi ámælisvert ef Íbúðalánasjóður bendir á það og vil ég árétta við ráðherrann að hraða þeirri vinnu þannig að við getum lagað þau mál.