149. löggjafarþing — 33. fundur,  19. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[15:25]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við gerum ráð fyrir því að sú vinna verði í góðu samfloti við viðræður um kjarasamninga og það er þess vegna sem ríkisstjórnin hefur þegar hafið undirbúning að því, undirbúningsvinna hefur verið í gangi. Það er öllum kunnugt um að bótakerfin þarfnast endurskoðunar. Þau hafa ekki nýst nægilega þeim markhópum sem við viljum að þau nýtist, sem er sérstaklega ungt fólk og tekjulágt fólk. Það er einmitt þess vegna sem við erum að vinna að breytingum og gerum ráð fyrir því að það geti orðið eitt af þeim atriðum sem hafa úrslitaáhrif um kjarasamninga, líkt og kom fram á fyrsta samráðsfundi í ráðherrabústaðnum fyrir um tveimur vikum síðan.