149. löggjafarþing — 33. fundur,  19. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[20:14]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti Ég hef svo sannarlega ekki jafn mikla þingreynslu og hv. þm. Kolbeinn Óttarsson Proppé. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég væri hér í munnlegu prófi hjá hv. þingmanni og þyrfti að svara annaðhvort rétt eða rangt. (KÓP: Það eru andsvörin.) Andsvör eru ekki munnlegt próf, nei, heldur samtal. Ég hef einhvern veginn litið svo á að við eigum í samtali og við reynum að eiga í því.

Ég er ekki hagfræðingur, það er ekki mitt hlutverk að veifa einhverjum tölum fram og til baka og tonnum og því um líku, heldur er það hlutverk okkar hér að móta hina almennu stefnu sem síðan er útfærð í smáatriðum af þar til bærum einstaklingum sem til þess hafa menntun. Við þingmenn eigum ekki að standa í svona (Forseti hringir.) smásærri stjórnun, eða „micro management“, eins og mér heyrist að hv. þm. Kolbeinn Óttarsson Proppé vilji að ég lýsi hér í smáatriðum.