149. löggjafarþing — 33. fundur,  19. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[20:18]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það má vera að ýmsir öryrkjar hafi misskilið þann fréttaflutning sem hefur verið uppi af þeim málum en það er engu að síður svo að frá 1. umr. til 2. umr. var framlag til þeirra lækkað um 1,1 milljarð. Ýmsar skýringar hafa verið gefnar á því, bæði látið liggja að því að þar hafi verið um að ræða einhvers konar tafir á starfi nefnda sem og aðrar skýringar. En það liggur fyrir að lækkun hefur átt sér stað á milli umræðna og það er nokkuð óvenjulegt. Það er ekki tilbúningur minn eða annarra þingmanna Samfylkingarinnar.