149. löggjafarþing — 34. fundur,  20. nóv. 2018.

mótun flugstefnu.

[14:16]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég vildi kannski biðja hann í síðara svari sínu að nefna aðeins nánar hugmyndir um uppbyggingu innanlandsflugvallanna. Menn velta fyrir sér sjónarmiðum sem varða alþjóðlegt flug á fleiri flugvöllum en það er stundað á í dag. Í auknum mæli horfa menn til annarra flugvalla en þeirra sem sinna alþjóðafluginu. Það er auðvitað fram komið að það er mikilvægt að hafa slíka flugvelli sem varaflugvelli og það skiptir náttúrlega líka máli upp á möguleika á beinu flugi til annarra staða en Keflavíkur og Reykjavíkur, sem er eins og menn þekkja mikilvægt í ljósi ferðaþjónustunnar. Hins vegar líta menn til þess að það er kannski ekki hægt að byggja upp þessa þjónustu alls staðar. Það verður að vera ákveðin forgangsröðun.

En hvað þetta varðar held ég að (Forseti hringir.) við stöndum frammi fyrir mjög mikilvægum ákvörðunum á næstu misserum.