149. löggjafarþing — 34. fundur,  20. nóv. 2018.

afgreiðsla frumvarps um veiðigjald úr nefnd.

[14:21]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Herra forseti. Mig langar bara að taka undir með hv. þingmönnum sem töluðu á undan og hrósa hæstv. forseta fyrir að taka vel í tillögu okkar. Það var ekki til fyrirmyndar hvernig umræðan var á fundinum í morgun og mjög mikilvægt að forseti bregðist við þegar svo er og gefi okkur almennilegan tíma til að fjalla um svo mikilvægt mál. Ég held að við séum öll sammála um að það sé sérstaklega mikilvægt að við vinnum það vel og vöndum allan undirbúning. Þess vegna voru það mikil vonbrigði að þetta skyldi þurfa að afgreiðast með ágreiningi í morgun.