149. löggjafarþing — 34. fundur,  20. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:01]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er þannig að þegar hlutir eru reiknaðir út eru þeir reiknaðir út frá einhverjum forsendum. Ég er alveg sammála þingmanninum um að það ber að fara rétt með tölur, eins rétt og maður getur. Staðreyndin er sú að það eru miklir biðlistar, eins og þingmaðurinn kom inn á, og það er mikill vandi í því tiltekna máli sem nefnt var áðan. Ég kikna ekki mikið í hnjáliðunum né rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þó að hv. þingmaður tali svona til mín um að alvarlegt mál sé að fara ekki með réttar tölur. Ég vil bara benda á að staðan er alvarleg. Ég veit ekki heldur hvort tölurnar eru réttar sem koma hinum megin frá. Það hljóta að vera einhverjar forsendur gefnar þar líka, hv. þingmaður.