149. löggjafarþing — 34. fundur,  20. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[19:49]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Forseti. Ég get alveg verið sammála hv. þingmanni, ég hef alveg haft áhyggjur af þeim málum, enda kannski almennt mjög áhyggjufullur maður og hef miklar áhyggjur af málunum. (Gripið fram í.)Það er alveg hárrétt að við vorum í viðskiptaafgangi, í alveg ótrúlegum tölum, 6% eða 180 milljörðum, eða hvað það var, fyrir 2016. Það væri gaman að sjá á heimsvísu hvar svona hefur myndast á sama hátt. Og þetta gerðist á eðlilegum forsendum í gegnum atvinnulífið. Þó að það sé komið niður í 1% í dag er þetta samt 1%, eða að verða 1%. Ég myndi halda 40–50 milljarðar, eitthvað svoleiðis, 30–40, rúmt 1%. Þess vegna kom ég inn á það áðan að það er svolítið spennandi að sjá hvað allar breytingarnar í umhverfi okkar þýða. Og varðandi gengismál — er tíminn búinn? Þá fór það.