149. löggjafarþing — 34. fundur,  20. nóv. 2018.

vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

162. mál
[20:40]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir það að við þurfum að bæta innviðina til að minnka vesenið við að vera á rafbílum og góðum bílum fyrir umhverfið. En er það ekki stefna ríkisstjórnarinnar að draga úr losun koltvísýrings frá vegasamgöngum? Það getur varla verið stefnan að auka hana. Hv. þingmaður vill ekki beita vörugjöldum með einhverjum hvata sem felst í verði á bílum sem menga mikið. Þá vil ég spyrja hv. þingmann: Hvað telur hann best að gera til þess að hæstv. ríkisstjórn nái þeim markmiðum og jafnframt alþjóðlegum skuldbindingum sem við erum búin að skrifa undir?