149. löggjafarþing — 34. fundur,  20. nóv. 2018.

vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

162. mál
[20:41]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Það er ekki eins og ekki sé verið að ýta undir vistvænni bíla með niðurfellingu vörugjalda o.fl. þannig að verið er að stíga skref í þá átt. Ég vil minna hv. þingmann á að þeir nýju bílar sem eru að koma hingað til landsins eru auðvitað miklu umhverfisvænni, ef við getum notað það orð, en gamlir bílar. Þá mætti í rauninni snúa dæminu við og velta fyrir sér: Ef það er þannig að við ætlum að ná alvöruárangri, eigum við þá ekki að velta því fyrir okkur að ríkið hreinlega fari að kaupa út alla bíla sem eru eldri en fimm ára og eyða eins miklu og þeir gera með gamlar dísilvélar og bensínvélar sem menga kannski jafnvel helmingi meira en nýir bílar? Það væri hvati sem ég væri til í að ræða. Mér þætti það góð hugmynd þótt ég sé ekki búinn að hugsa hana alveg til enda.