149. löggjafarþing — 34. fundur,  20. nóv. 2018.

vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

162. mál
[20:42]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir framsöguna. Við 2. umr. spurði ég hv. þingmann hvort fornbílar féllu undir þá breytingu og hvort þeir yrðu ekki áfram undanþegnir bifreiðagjaldi. Hv. þingmaður svaraði því til að það yrði rætt í nefndinni og væri gott að fá það fram hér nú hver niðurstaðan var í því máli.