149. löggjafarþing — 34. fundur,  20. nóv. 2018.

vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

162. mál
[20:43]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Þórarinssyni kærlega fyrir að minna mig á þetta vegna þess að ég var búin að lofa sjálfum mér því að impra á því í framsögu minni fyrir nefndaráliti. Eftir að hafa kannað málið í ráðuneytinu, auk þess sem nefndarritari efnahags- og viðskiptanefndar kannaði málið sérstaklega, er svarið mjög einfalt: Það er engin breyting þegar kemur að fornbílum. Hv. þingmaður getur því tekið gleði sína á ný. Ég hafði áhyggjur af því að verið væri að breyta þeirri stöðu en það er rangt og við skulum fagna því.