149. löggjafarþing — 34. fundur,  20. nóv. 2018.

vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

162. mál
[20:44]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið og fagna því að þetta liggi alveg ljóst fyrir. Ég veit að fornbílaeigendur víða um land munu að fagna. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir að hafa skoðað málið rækilega ofan í kjölinn og gert það faglega. Ég fagna þessari niðurstöðu.