149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

aukatekjur ríkissjóðs.

4. mál
[15:39]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hv. þm. Smári McCarthy situr í nefndinni fyrir þingflokk Pírata og fer að miklu leyti fyrir nefndaráliti minni hlutans í þessu máli. Hann er ekki á landinu en mig langar að nefna að eitt af því sem hann talar um er að þær aukatekjur sem ríkissjóður tekur inn þarna eru mögulega stjórnarskrárbrot. Það eru ekki heimildir fyrir þessu og við munum halda áfram að rannsaka málið. Það er ekki í lagi að verið sé að samþykkja einhvers konar fjallabaksleiðir sem mögulega brjóta stjórnarskrána.

Við greiðum að sjálfsögðu atkvæði gegn þessu.