149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:07]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í dag greiðum við atkvæði um sóknarfjárlög, fjárlög þar sem sótt er fram á öllum sviðum. Aukningin milli ára er 4,6%. Við sækjum fram í innviðum öllum. Við bætum þjónustu, styrkjum menntakerfið, heilbrigðisþjónustuna og velferðarþjónustuna. Leiðarstefið er alls staðar það sama; aukinn jöfnuður, en samfélag sem einkennist af jöfnuði er betra samfélag fyrir alla.

Stórsókn í loftslagsmálum er staðreynd, en þar ætlum við að vera leiðandi og í forystu.

Heilbrigðisþjónustan er í brennidepli og það er ánægjulegt að fá hlutverk í því að sækja fram í þágu þessa mikilvæga hluta samfélagssáttmálans. Sú áhersla er skýr og afgerandi í þessu fjárlagafrumvarpi.

Virðulegur forseti. Þetta eru sóknarfjárlög sem ánægjulegt er að standa að og sem ánægjulegt er að styðja. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)