149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:11]
Horfa

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er alveg rétt sem komið hefur fram hér, þetta er mjög skýr forgangsröðun af hálfu meiri hlutans, af hálfu ríkisstjórnarflokkanna. Hún er röng. Hún er vond. Öll sú forgangsröðun er á kostnað öryrkja, aldraðra, m.a. heilbrigðiskerfis þar sem biðlistar byggjast á biðlista ofan. Hægt er að nefna samgöngumálin þar sem suðvesturhornið er algerlega skilið eftir án fjármagns í stórframkvæmdir, svo dæmi sé nefnt.

Það er líka hægt að nefna ýmsa aðra þætti. Verið er að forgangsraða í þágu stórútgerðar. Nefndarfundur hjá atvinnuveganefnd lækkaði enn frekar gjöld á útveginn í gær, á sama tíma og verið er að draga úr framlögum til aldraðra og öryrkja.

Það er alveg ljóst. Forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar er mjög skýr. Hún er vond. Hún er röng. Við viljum mótmæla henni.