149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:17]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Forseti. Hér er mál sem snýst um uppbyggingu á innviðum í munninum á börnunum okkar. Sykur er óholl vara en er samt haldið mjög að fólki, alveg sérstaklega þó að börnum, í formi gosvatns og mjólkurvara. Í stjórnarsáttmála er talað um að efla lýðheilsu með efnahagslegum hvötum. Og hækkun á sykurskatti er alveg tilvalin til þess. Ég vænti þess því að þetta mál fái brautargengi af hálfu stjórnarliða.