149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:19]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Þó að hér standi einfaldlega að tekjuskattur einstaklinga og staðgreiðsla lækki um 1.100 millj. kr. geri ég ráð fyrir að það sé tengt við lækkunina á framlögunum til öryrkja. Við erum mótfallin þeirri lækkun í Samfylkingunni, en við teljum hins vegar að afla megi tekna með öðrum hætti, að afla megi tekna á móti. Þess vegna greiðum við ekki atkvæði.