149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:21]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Hæstv. forseti. Hér er um að ræða endurflutning á tillögu sem flutt var við síðustu fjárlög, um að eldri borgarar geti unnið sér inn nokkurt fé án þess að verða fyrir tekjuskerðingu á lífeyrisgreiðslum sínum. Mér heyrist á undirtektunum að skilningur á kjörum aldraðra sé jafn slakur í salnum og hann var fyrir ári síðan. En auðvitað þýðir ekki annað en að halda áfram að leggja fram þessa tillögu þangað til þingheimur áttar sig og tekur réttar ákvarðanir. Þingmaðurinn segir já.