149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:29]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Miðflokkurinn telur hinn nýja skatt, kolefnisskatt, vera stefnulausan. Skattinum er ekki jafnað niður á landsmenn á sanngjarnan hátt. Gjaldið hefur nú þegar hækkað um 50% á mjög skömmum tíma og enn á að hækka það. Skatttekjurnar eru ekki eyrnamerktar aðgerðum í loftslagsmálum með beinum hætti og aðeins hluti þeirra rennur þangað. Kolefnisgjaldið er í raun klassísk skattahækkun á fólk og fyrirtæki þar sem skattlagningin kemur þyngra niður á landsbyggðinni. Svo mikil hækkun er ekki forsvaranleg fyrr en heildstæð stefna liggur fyrir um hvernig Ísland ætlar að nota kolefnisgjöld í baráttunni við loftslagsbreytingar án þess að þær bitni á landsbyggðinni eða samkeppnishæfni atvinnugreina og dragi þróttinn úr hagkerfinu.

Miðflokkurinn telur að ríkisstjórnin hafi hækkað gjaldið úr öllu hófi og styður ekki þessa hækkun.