149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:31]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Miðflokkurinn lýsir yfir vonbrigðum yfir því að í fjárlagafrumvarpinu skuli ekki gert ráð fyrir meiri lækkun tryggingagjalds en raun ber vitni. Það sætir nokkurri undrun hversu treg stjórnvöld hafa verið til að lækka tryggingagjaldið. Staðreyndin er hins vegar sú að tryggingagjaldið hefur í vaxandi mæli verið notað til að fjármagna önnur útgjöld ríkissjóðs en því var ætlað.

Mikilvægt er að styðja rekstrargrundvöll fyrirtækjanna nú þegar niðursveifla er í hagkerfinu og erfiðir kjarasamningar eru fram undan. Því leggur Miðflokkurinn til að tryggingagjaldið verði lækkað enn frekar, eða um 0,5%.