149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:37]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Kolefnisgjald er greiðsla sem er eins konar jákvæð samfélagsþjónusta og mótandi fyrir umhverfisvernd að hluta til. Hér er 10% hækkun og stefnt að hækkun gjaldsins í takti við aukin orkuskipti og fleira. Kolefnisgjaldið, sem er núna tæpir 6 milljarðar kr., nýtist í fjölþætt verkefni, allt frá kolefnisbindingu til framfara í umhverfisvernd. Ég tel mjög mikilvægt að þingmenn styðji þessa tillögu.