149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:38]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Virðulegur forseti. Þegar atburðirnir verða úti í heimi sem hækka olíuverð um einhverjar krónur hefur það ekki veruleg áhrif á akstur landsmanna, enda þurfa menn að komast leiðar sinnar. Hér er því eingöngu um að ræða nýjan skatt, auknar álögur á þá sem þurfa að komast leiðar sinnar, sem bitnar, eins og bent var á fyrr í umræðunni, ekki hvað síst á íbúum landsbyggðarinnar og hlutfallslega þyngst á tekjulægra fólki. Þetta er í rauninni eins konar nefskattur, því að allir þurfa að komast leiðar sinnar og flestir gera það á eigin bíl. Það er því undarlegt að menn sem hafa lýst sig sósíalista, eins og hv. þm. Kolbeinn Óttarsson Proppé og hæstv. fjármálaráðherra, [Hlátur í þingsal.] skuli styðja skatt sem bitnar sérstaklega á hinum tekjulægri.