149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:44]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða fjárframlög til umboðsmanns Alþingis vegna OPCAT-verkefna, eða gegn pyndingum, og fjárframlög til Ríkisendurskoðunar, en þar hafa verið ofáætlaðar sértekjur, þannig að þar vantar upp á 43,2 milljónir til Ríkisendurskoðunar til þess að standa undir þeirri stofnun. Þetta eru mjög mikilvægar stofnanir fyrir okkur Alþingi þar sem þær eru í rauninni heimild okkar gegn þeim sem við eigum að hafa eftirliti með, þ.e. framkvæmdarvaldinu, þannig að við eigum ekki að snuða þær stofnanir um þessi fjárframlög.