149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:50]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Þessi tillaga gengur út á að auka fjárheimildir til fíkniefnaeftirlits og hefja baráttu gegn kennitöluflakki. Fíkniefnavandinn er einn af alvarlegustu og erfiðustu málunum sem steðja að þjóðfélaginu öllu. Sterkari fíkniefni hafa náð fótfestu hér á landi en áður og leggjum við til að auka fjárheimildir til tollstjórans um 100 milljónir til þess að efla fíkniefnaeftirlit á landsvísu.

Við viljum einnig stuðla að því að hefja baráttu gegn kennitöluflakki, en kennitöluflakk er mikil meinsemd í íslensku efnahagslífi og eru sterkar líkur til þess að íslenskt samfélag verði af tugum milljarða kr. vegna kennitöluflakks. Tillögurnar hljóða upp á að auka fjárheimildir til ríkisskattstjóra um 60 milljónir og skattrannsóknarstjóra um 60 milljónir.