149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:52]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þrjár hurðir á leiðinni hingað. Þetta eru 55 millj. kr. til ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra þar sem annars vegar er eftirlit með skattsvikum og síðan vinnumansali. Þannig að ég legg það til, miðað við þau vandamál sem við höfum séð í fjölmiðlum og annars staðar varðandi vinnumansal, að fólk styðji þessa tillögu. En einnig er, eins og umfang skýrslu um rannsókn á eignum Íslendinga á aflandsfélögum ber með sér, tvímælalaust nauðsynlegt að sinna skattsvikum aðeins meira.