149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:56]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegur forseti. Ég fagna þeirri áherslu á nýsköpun og þróun sem, ólíkt því sem komið hefur fram í máli sumra sem hér hafa talað, birtist skýrt í þessum fjárlögum. Hér leggjum við til að þakið á greiðslu á nýsköpunar- og þróunarstyrki, þ.e. upphæðin, verði aukin úr 300 millj. kr. í 600 millj. kr. Við aukum það um í kringum 1 milljarð kr. Það ber að fagna því. Allt sanngjarnt fólk gerir það sem talar um mikilvægi nýsköpunar og þróunar. Þetta hefur vakið mikla lukku í geiranum. Ég fagna því þess vegna sérstaklega að ríkisstjórnin sé að sækja fram á þessu sviði.