149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:00]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Hæstv. forseti. Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengjast í sífellu. Við Miðflokksfólk viljum ekki að afi og amma þurfi að bíða lengur en nauðsynlegt er. Þess vegna leggjum við til að sveitarfélögin fái þessa peninga, þessa fjárheimild, til þess að hægt sé að gera vel við aldraða sem búa heima og eru að bíða eftir plássi og gera þeim lífið bærilegra.

Í ljósi margtugginnar auglýsingar frá því í fyrra trúi ég ekki öðru en að formaður Framsóknarflokksins og hans fólk styðji Miðflokkinn í þessu réttlætismáli og bíð spenntur.