149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:02]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Hér er um að ræða tillögu okkar í Samfylkingunni um 800 millj. kr. framlag til lögreglunnar svo fjölga megi lögreglumönnum. Því miður ríkir ófremdarástand í löggæslumálum og hefur gert allt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tók við lyklavöldum í dómsmálaráðuneytinu fyrir fimm árum. Hefur ríkislögreglustjóri talað um að 1 milljarð vanti til að ná fjölda lögreglumanna í það sem var fyrir 10 árum.

Herra forseti. Það er ekki óalgengt að lögreglumenn vinni 100 yfirvinnutíma í hverjum mánuði til að þjónusta okkur, borgara landsins. Við verðum að gera betur fyrir okkur öll, fyrir öryggi borgaranna, sem og fyrir öryggi varða laganna sem eru í vinnunni af fullum heilindum og með hjartað með sér til þess að bjarga okkur. Ég segi já.