149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:04]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þetta er enn ein viðbótin í fjölþættri áætlun hjá Pírötum í eftirliti og baráttu gegn vinnumansali. Þetta er fjárframlag til lögreglunnar varðandi þann þátt baráttunnar gegn vinnumansali. En einnig erum við með breytingartillögur þar sem við leggjum til fjárframlög til ríkisskattstjóra, lögreglunnar og Vinnumálastofnunar vegna þessa átaks.