149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:07]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða varanlega aukningu til Landhelgisgæslunnar til eflingar grunnreksturs Landhelgisgæslunnar. Verkefnin þar eru mörg, eins og við höfum séð á þessu ári, og ekki veitir af stuðningi, þannig að takið vinsamlegast þátt.