149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:16]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Ég kem hingað upp aftur vegna þess að ég átta mig engan veginn á því af hverju verið er að leggja til nærri 550 millj. kr. niðurskurð í þessum málaflokki á sama tíma og við í umhverfis- og samgöngunefnd erum að fjalla um samgönguáætlun sem nánast allir eru óánægðir með. Nánast allir sem komið hafa fyrir nefndina. Af því að það þarf að gera miklu betur. Hvernig svarar ríkisstjórnin því neyðarkalli sem berst úr öllum landshornum? Jú, með lægri fjárveitingu í þennan málaflokk. Það er algjörlega óskiljanlegt og mun ég að sjálfsögðu ekki greiða þessu atkvæði.