149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:20]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Það er ekki alltaf augljóst hvaða númer er undir. Um fjarskiptin er það að segja að þar liggur fyrir mjög metnaðarfull byggðaáætlun. Verið er að leggja lokahönd nokkurn veginn á ljósleiðaravæðingu í byggðum landsins sem skiptir gríðarlegu máli í þessum efnum. Það er lítils háttar aðhaldskrafa hér. En þetta er þess konar málefni sem sýnir virkilega hvern hug ríkisstjórnin ber til byggðamála í landinu.