149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:23]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Hin mikilvægu orkuskipti eru hér undir líka. Við erum með raunaukningu í þessum málalið upp á 4,5 milljarða. Hluti gengur til orkuskipta, þessa gríðarlega mikilvæga málaflokks sem einkennist jú eins og allir vita af fjölbreyttum lausnum. Þarna er verið að leggja myndarlegan skerf í það enn einu sinni og stuðla að því í tengslum við þá tækni sem fram er komin að þetta nái fram að ganga hægt og bítandi.