149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:26]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Mér finnst fullt tilefni til að fagna þeim tímamótum sem felast í stórauknum framlögum til umhverfismála sem gefa okkur tækifæri til að standa betur að verndun náttúrulegra auðlinda, draga úr losun kolefnis, binda kolefni, byggja upp gróðurauðlind með ræktun skóga og landgræðslu, vernda jarðveg og fleira mætti nefna. Þarna felast líka í stóraukin framlög til vöktunar og rannsókna sem eru bæði mikilvæg vegna vinnu gegn loftslagsbreytingum, aðlögun að loftslagsbreytingum og til að stunda áfram hefðbundnar og nýjar auðlindanytjar.