149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:37]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að taka undir með hv. þm. Andrési Inga Jónssyni og ég hygg að hans góða ræða hafi átt allt eins við um þetta mál sem við greiðum atkvæði um núna, eins og áðan. Þetta mál snýst um menningarlegt ríkidæmi. Þetta snýst um innviði, svo ég komi nú því orði enn einu sinni að snýst um innviði íslenskrar menningar. Þetta snýst um varðveislu á samhengi íslenskrar menningar. Þetta er þjóðþrifamál og vonandi verður það til þess fallið að snúa við þeirri óheillaþróun sem minnkandi bóklestur hefur verið á undanförnum árum og laga það erfiða rekstrarumhverfi sem íslensk bókaútgáfa hefur búið við. Ég segi já.