149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:41]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Í þeim lið sem við greiðum atkvæði um er verið að auka framlög til nemenda um 180 millj. kr. Í raun er verið að skila peningum til baka inn í kerfið frá því að framhaldsskólinn var styttur, enda átti styttingin aldrei að leiða til þess að lækka framlög á hvern nemanda í skólum. Ég styð það.

Ég vil líka nota þetta tækifæri til þess að fagna því að ákveðið hefur verið að ráða utanaðkomandi aðila og fela honum að gera úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólans í þrjú ár. Ég held að við sem samfélag þurfum á slíkri úttekt að halda til að vita hvað þessar breytingar (Forseti hringir.) hafa þýtt fyrir okkur. Eins og ég segi þá styð ég tillöguna í frumvarpinu.