149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:43]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Við erum mjög stolt af þeirri stefnu sem við erum með í menntamálum, þessi ríkisstjórn. Staðreyndin er sú að verið er að auka fjárframlag á hvern nemanda á framhaldsskólastiginu um 12%. Styttingin hefur ekki nokkur áhrif á að við tökum fjármagn frá framhaldsskólastiginu. Ég kannast ekki við að skólameistarar séu komnir að þolmörkum. Ég funda reglulega með þeim.

Virðulegi forseti. Ég vil nefna að við erum að gera mjög spennandi og skemmtilega hluti á framhaldsskólastiginu. Við erum að ráðast að rótum brottfallsins. Við erum með sérstaka áherslu á börn með annað móðurmál en íslensku, vegna þess að brottfallið hjá þeim er einna mest. Við erum með sérstaka áherslu varðandi iðn-, verk- og starfsnám og sjáum í fyrsta sinn aukningu á milli ára í þessum greinum. Við erum stolt af stefnu okkar í menntamálum.

Já, virðulegi forseti. Við erum í stórsókn.