149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:45]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Við tölum mikið um að við stöndum frammi fyrir samfélagsbreytingum sem hafa munu ótrúleg áhrif á allt okkar líf og líka atvinnulífið. Besta leiðin til þess að mæta því er að bæta og stórefla menntun. Það höfum við líka mörg sagt. Háskólarnir fá hins vegar samkvæmt fjárlögum helmingi minna fé en lofað var í fjármálaáætlun. Það er vandséð að sjá þá stórsókn sem hæstv. menntamálaráðherra talar ítrekað um að eigi sér stað í menntamálum. Við munum, þvert á það sem hún hefur haldið fram, ekki ná markmiðum OECD 2020, það liggur fyrir. Við þurfum að auka fé til þess að við náum því. Þess vegna leggur Samfylkingin fram tillögu um 1 milljarð í háskólana. Og allir sem haldið hafa ræðurnar um framtíðina hljóta að samþykkja það.