149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:47]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Það er mjög áhugavert að sitja í þessari atkvæðagreiðslu. Ég verð stundum að hugsa um það að nú er mikið verið að fjalla um pólitík og sagt að hún þurfi að vera staðreyndamiðuð, að við þurfum að tala um hlutina eins og þeir eru. Staðreyndin er sú að við munum auka fjárframlög til háskólastigsins um 5,2%. Hvernig stendur á því að hv. þingmenn, sumir hér inni, átti sig ekki á því?

Einnig vil ég nefna að búið er að auka um milljarða til háskólastigsins eftir að þessi ríkisstjórn tók við. Hvernig stendur á því að rektorar háskólastigsins fögnuðu sérstaklega þessum fjárlögum? Það er vegna þess að þessi ríkisstjórn stendur við þau loforð sem hún hefur sett fram. Við erum að stórauka fjármuni til háskólastigsins. Það er staðreynd.

Mér þætti mjög vænt um að við værum með hv. þingmenn hér inni sem mundu taka tillit til þess, (Forseti hringir.) vegna þess að mér finnst það mjög heilbrigt að gera það.