149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:07]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Sjúkrahúsþjónusta á landsbyggðinni skiptir okkur öll miklu máli. Hlutverk þessara stofnana í byggðafestu verður seint ofmetið. Það er því ánægjulegt að nú er verið að bæta inn fjármagni í rekstrargrunn þessara stofnana, sem er varanleg breyting og bætist við þá aukningu sem sett var inn á síðustu fjárlögum. Verkefni þessara stofnana sem fyrsti viðkomustaður stórs hluta landsmanna er styrkt með bættri greiningartækni, eins og gert er ráð fyrir í breytingartillögu meiri hlutans. Með nýrri heilbrigðisstefnu verða svo verkefni þessara stofnana betur skilgreind og samspil þeirra, heilsugæslu, sérfræðiþjónustu og þjónustu stóru sjúkrahúsanna, ákveðin.