149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:07]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir það sem fjárlaganefnd bókaði í nefndaráliti. Þar kemur fram að nefndin telji rekstrargrundvöll landsbyggðarsjúkrahúsanna þröngan. Ráðherra hefur svigrúm í safnliðum til að létta undir með stofnununum.

Virðulegi forseti. Mikilvægt er að fara yfir hlutverk, verkefni og skyldur sjúkrahúsanna við samfélögin. Endurskoða reikningsgrunninn, fjármögnun sjúkrahúsanna í takt við fjölgun íbúa, fjölda ferðamanna og fjármagna stofnanirnar í takt við raunveruleikann á hverjum stað og í takt við það sem er bókað í fimm ára fjármálaáætlun.