149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:10]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Miðflokkurinn leggur hér fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið um sérstaka fjárveitingu upp á 70 millj. kr. til heilsugæslunnar á landsvísu til að auka heilsueflingu aldraðra. Málið er brýnt að mati landlæknis og er liður í því að bregðast við bráðavanda vegna biðlista eftir hjúkrunarheimilum.