149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:11]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu, eins og við höfum margoft heyrt. Aukning til málaflokksins er um 10% á milli ára eða nærri 2,5 milljarðar ofan á aukninguna sem var á þessu ári. 650 millj. kr. er bætt við vegna geðheilsuteyma og 400 millj. kr. til að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga auk þeirra 500 millj. sem lagðar voru til þess verkefnis á þessu ári. Fyrstu áfangar í skimun krabbameina í ristli verða innleiddir og eru þeir liður í mikilvægu forvarnastarfi. Hér er verið að efla heilbrigðiskerfið svo um munar undir forystu Vinstri grænna. Það skiptir máli hverjir stjórna. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)