149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:20]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Drykkjusýki, alkóhólismi, er þjóðarböl, þjóðarsjúkdómur. Sú fjölskylda er naumast til í landinu sem ekki hefur upplifað einhvern harmleik af völdum þessa sjúkdóms.

SÁÁ hefur gegnt mjög mikilvægu hlutverki við að hjálpa fólki til heilsu og hefur gert það um áratugaskeið. Að undanförnu hefur svo bæst við að herjað hefur verið á ungt fólk með vægðarlausri markaðssetningu á ávanabindandi og banvænum verkjalyfjum. Tillaga okkar hér er tilraun til þess að efla meðferðarstarf og mæta þessu og útrýma biðlistum. Ríkisstjórnin setur aðeins helming af því sem beðið hefur verið um af hálfu SÁÁ. Við viljum mæta þessum þörfum.